Halli Reynis & UniJon


Halli Reynis & UniJon

Kaffi Rósenberg Miðvikudagskvöldið 11. Júní kl 21 

 

Halli Reynis og dúettinn UniJon halda tónleika á Kaffi Rósenberg Miðvikudagskvöldið 11. Júní kl 21.

Halli og UniJon kynntust á Tónlistarhátíðinni Bakkanum á Eyrarbakka seinasta sumar. Þau hafa nú ákveðið að halda nokkra tónleika saman á næstu misserum. Tónleikarnir á Rósenberg eru fyrstu tónleikar þeirra saman.

Halla Reynis þarf vart að kynna. Hann hefur spilað og gefið út tónlist sína í 2 áratugi, og eru UniJon þakklát fyrir það samstarf sem hefur hafist á milli þeirra.

UniJon hafa undanfarna mánuði verið á tónleikaferð um Evrópu, þar sem þau hafa kynnt nýju plötuna sína Morning Rain. Á tónleikunum á Rósenberg munu þau leika lög af nýútgefinni plötu sinni, en svo er aldrei að vita nema þau taki í með Halla Reynis og skapi þannig einhverja töfra.

Það má búast við notalegri alþýðutónlistarstemningu á Rósenberg 11. Júní.
Um að gera að mæta og njóta kózýkvölds í sumrinu.

 

Það kostar einungis 1500 kr. inn!!

Comments

comments