Jólastemning!


Jólastemning með Úní og Jóni Tryggva

Vantar þig/ykkur skemmtilega stemningu í formi tónlistar fyrir jólahlaðborðið, litlu jólin, jólaglöggið, árshátíðina eða bara til að gera kvöldið jólalegra?

Þau Unnur Arndísardóttir, eða Úní eins og hún kallar sig, og Jón Tryggvi Unnarsson söngvaskáld og trúbadorar hafa seinustu ár boðið uppá fallega og ljúfa jólatónlist sem vakið hefur mikla lukku. Þau bjóða uppá prógram af fallegum og ljúfum jólalögunum, sem skapa skemmtilega stemningu fyrir hvaða tilefni sem er. Ef ykkur vantar hljóðfæraleikara og tónlist til að skapa einlæga stemningu fyrir jólahlaðborðið, litlu jólin, jólaglöggið eða nánast hvaða tilefni sem er, endilega hafið samband við Unni í síma 696-5867 eða Jón Tryggva í síma 770-2156.
Seinustu árin hafa þau verið mikið bókuð í nóvember og desember, og því er ráðlegt að hafa samband sem fyrst.

Heimsókn til listamanns – Jólastemning hjá Uni & Jóni Tryggva í Merkigili!
Tónlistarfólkið og söngvaskáldin Úní og Jón Tryggvi búa í Merkigili á Eyrarbakka. Þau hafa undanfarin 2 ár staðið fyrir tónleikaröð á heimili sínu. Þar sem hinir ýmsu listamenn koma og halda tónleika.
Hafa þau einnig boðið uppá fyrir hópa að koma í Merkigil og fá prívat tónleika. Skemmtileg Jólastemning við hafið!
Boðið er uppá kaffi og te og eitthvað með því. Það eru sæti fyrir um 30 manns.

Hér má heyra jólatónlistardæmi frá Úní og Jóni Tryggva: [youtube width=”600″ height=”365″ video_id=”tdPy1-F9XCQ”]

Comments

comments