Óðinshús


óðinshús

Óðinshús hlaut nýverið Menningarstyrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Í Óðinshúsi verður boðið uppá ýmsa menningarviðburði í sumar. Hjónakornin UniJon eru forsvarsmenn menningarstarfs í Óðinshúsi, en þau bjuggu áður í Merkigili þar sem þau stóðu fyrir tónleikahaldi í nokkur ár.

Óðinshús var byggt 1913 af Kaupfélaginu Heklu á Eyrarbakka sem pakkhús og er eina pakkhúsið á Eyrarbakka frá þessum tíma og eitt elsta steinsteypta hús á landinu.
Húsið er í eigu Sverris Geirmundarsonar og hefur hann staðið fyrir myndlistarsýningum með hléum frá árinu 2002. Tilfinningin fyrir sögu hússins, tímanstönn ásamt myndlistinni er áþreifanleg í salnum og því má búast við ótrúlegri upplifun fyrir öll skilningarvitin.

 

Hafir þú áhuga á að sýna myndlist eða koma fram í Óðinshúsi máttu hafa samband við okkur veffangið odinshus@unijon.com

 

salurinn